Sinfóníuhljómsveit Björgvinarháskóla (USO) var stofnuð árið 1985 við samruna sinfóníuhljómsveitar Stúdenta og sinfóníuhljómsveitar Óperunnar í Björgvin og samanstendur fyrst og fremst af nemendum og starfsfólki háskólans og framhaldsskólanna í Björgvin, ásamt hæfileikaríku tónlistar áhugafólki frá öllu Björgvinarsvæðinu. USO heldur vanalega tvenna tónleika á hverri önn og við flytjum bæði tónverk frá mismunandi tónlistartímabilum og sömuleiðis erum við með einleikaratónleika. Margir þekktir einleikarar hafa spilað með hljómsveitinni en einnig hafa meðlimir hennar flutt einleik. Við höfum flutt mörg kammertónlistarverk en einnig barroktónlist og einnig talsvert nútímalegri verk (Aron Copeland "Billy the kid", Stranvinskij "Firebird"). Hér getur þú skoðað nokkrar af eldri dagskrám sinfóníuhljómsveitarinnar. Ef þú hefur áhuga á núverandi dagskrá þá getur þú smellt hérna.
Ef þú hefur áhuga á að spila með hljómsveitinni þá ertu hjartanlega
velkomin á æfingar sem eru haldnar í mötuneytinu í BT-húsinu á hverjum
miðvikudegi milli klukkan 18:30-21:30. Engin inntökupróf eru fyrir nýja
meðlimi. Við þurfum alltaf strengjaleikara en vanalega þurfum við
einnig málmblásturshljófæraleikara og fagottleikara. Ef þú spilar á flautu
eða klarinett, þá eru litlar líkur á að það sé laust pláss fyrir þig.